Auglýsing: 

Bókhald og kennsla ehf hefur lagt af stað með grunnnám í bókhaldi í samstarfi við Endurmenntun HI og Reglu

Í þessu námi verður kennslustofunni breytt í ímyndaða bókhaldsstofu þar sem nemendur fá þjálfun í færslu bókhalds.
Námsgögn og aðgangur að bókhaldsforriti eru innifalin í námsgjaldinu. Nemendur mæta með sína eigin fartölvu en fá aðgang að neti.
Nemendur fá þjálfun í færslu fjárhagsbókhalds, sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi og á rauntíma.

Tilvalið fyrir þá sem eru í eigin rekstri og vilja nýta bókhaldið sem stýritæki og eða fyrir þá sem eru að hugsa um að fara færa bókhald fyrir aðila í rekstri.
Eða þá sem huga að því að læra enn meira í bókhaldi og í framtíðinni að verða "viðurkenndir bókarar.

Nú gefst þeim sem ekki hafa reynslu í bókhaldsstörfum tækifæri til að stíga skrefið og fá þá þjálfun og færni sem til þarf.

Kennt er á bókhaldsforritið Reglu þar sem nemendur læra að færa fjárhagsbókhald sem byggir á verklegum æfingum með raungögnum í raunumhverfi á rauntíma.
Einnig fjallað um helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds, svo sem lög um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt.
Jafnframt fjallað um helstu reglur varðandi skil á opinberum gjöldum.

Að námi loknu eiga nemendur að þekkja bókhaldsforritið Reglu og geta:
• Fært fjárhagsbókhald.
• Stofnað viðskiptavini.
• Stofnað vörunúmer.
• Gert sölureikning.
• Gert vsk uppgjör.
• Fært laun.
• Gert leiðréttingar í fjárhag.
• Gert afstemmingar eins og að stemma banka, skuldunauta, lánardrottna og aðra helstu liði.
• Prentað út stöðu fjárhags, skuldunauta og lánardrottna.
• Skoðað rekstrarreikning og efnahagsreikning.
• Þekkt helstu lög og reglugerðir varðandi færslu bókhalds svo sem lög um bókhald, lög um tekjuskatt og lög um virðisaukaskatt.
• Þekkja helstu reglur um skil á opinberum gjöldum.

Fyrir hverja:
Þá sem vilja læra að færa bókhald og fá þjálfun í raunverulegu bókhaldsumhverfi með aðgengi að raunverulegum bókhaldsgögnum.
Kennsla:
Inga Jóna Óskarsdóttir og Anney Bæringsdóttir, viðurkenndir bókarar og Vala Valtýsdóttir, lögfræðingur og meðeigandi Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar er að finna á síðu Endurmenntunar HI – undir grunnnám í bókhaldi eða á skrifstofu Bókhalds og kennslu s. 572 3144 - en næsta námskeið hefst í byrjun febrúar 2018.

 

 

Við bjóðum upp á bókhalds- og reikningsskilaþjónustu, ársreikningagerð, framtalsaðstoð og skjalagerð ásamt skyldri þjónustu og tengdri starfssemi, kennslu í viðskiptagreinum, ráðgjöf í vali og uppsetningu á upplýsingakerfum og vinnuferlum.

Þekking á helstu upplýsingakerfum : DK, Regla, TOK, Navision (Dyn Nav), Netbókhald,  ofl

Sérhæfðar í kennslu á öll bókhaldskerfi bæði í hópum og einstaklingskennslu.